Er komin tími á þakrennurnar?

Þakrennuverk ehf. er traustur aðili sem sérhæfir sig í öllu er viðkemur viðhaldi og endurnýjun þakrenna.

Föst verðtilboð þér að kostnaðarlausu.

Hreinsum rennurnar.

Sjáum um allt viðhald.

Tökum að okkur allar stærðir verkefna.

Vönduð vinnubrögð.

Af hverju er mikilvægt að hreinsa þakrennur?

Mikilvægasti þátturinn í viðhaldi á þakrennum er að hreinsa óhreinindi og rusl úr þeim. Rusl sem sest í þakrennur veldur því að vatn á ekki lengur greiða leið í niðurföll. Það myndar polla og tæringu og getur orsakað vatnsskemmdir á útveggjum hússins.

Þarf að skipta út þakrennunum?

Þakrennuverk ehf. er rétti aðilinn til endurnýja rennurnar þínar. Við erum með mikla reynslu og sérhæfum okkur í að skipta út gömlum þakrennum og setja upp nýjar. Við tökum að okkur allar stærðir verkefna, allt árið um kring. Vönduð vinnubrögð og sanngjarnt verð.

Þarf hita í þakrennurnar?

Yfir vetrarmánuðina getur myndast ís og grýlukerti á þakrennur sem bæði skemmir og skapar mikla hættu. Með því að leggja hitastillandi hitavír í rennurnar er hægt að leysa að fullu þetta vandamál.

Snjógildrur

Snjógildrur eru góður valkostur til varnar hættum sem skapast geta vegna snjóþyngsla á þökum og þá sérstaklega þökum sem hafa yfir 14° halla.  Þyngslin geta, í gegnum frost og hláku, orsakað skemmdir á þakrennum, niðurföllum og öðrum frágangi á þakköntum sem og á jörðu niðri.

Þakrennuverk ehf. býður uppsetningu á snjógildrum á mjög sanngjörnu verði. Verðtilboð eru gerð í öll verk út frá ástandsskoðun.

Þakrennuverk ehf. er nýtt og öflugt fyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og endurnýjun á þakrennum. 

Við bjóðum sanngjarnt verð og vönduð vinnubrögð.

Sendu okkur fyrirspurn á thakrenna@thakrenna.is eða S:694-1748.