Snjógildrur eru góður valkostur til varnar hættum sem skapast geta vegna snjóþyngsla á þökum og þá sérstaklega þökum sem hafa yfir 14° halla. Þyngslin geta, í gegnum frost og hláku, orsakað skemmdir á þakrennum, niðurföllum og öðrum frágangi á þakköntum sem og á jörðu niðri.
Þakrennuverk ehf. býður uppsetningu á snjógildrum á mjög sanngjörnu verði. Verðtilboð eru gerð í öll verk út frá ástandsskoðun.